Halli bloggar
Thursday, October 16, 2003
  Ég las ansi góða grein í mogganum síðustu helgi, það var víkverji . Hann var að fjalla um heimilisbanka Búnaðarbankans. Það er ekki að orðlengja það að hann var að kvarta yfir nákvæmlega sama atriði og ég var að argast í þeim með sl. vor en það er það að ekki er hægt að fá upplýsingar um það í heimilisbankanum hverjum maður er að greiða. Maður klikkar vonglaður á I merkið og heldur að upp poppi einhverjar upplýsingar að viti en nei þá poppa upp upplýsingar um það sem maður vissi jú fyrir að maður greiddi x kr. þennan tiltekkna dag en ekki hverjum. Á sýnum tíma kvartaði ég yfir þessu við bankan en svörin sem ég fékk voru mest á þá leið að starfsemenn voru voða hissa að ég væri að gera athugasemd því þetta væri langbesti heimabankinn. Það er nú raunar ekki rétt því ég hef aðgang í tvo aðra banka og þeir er amk jafn góðir ég held bara betri. jæja nenni ekki að rausa meira um þetta BBÍ sökkar! Kveðja Halli 
Thursday, October 09, 2003
  Hæ ég hef nú ekki bloggað áður þannig að um nokkuð merkan atburð er að ræða í minni sögu. Á nú kannski ekki von á því að ég verði með ritglöðustu bloggurum en maður veit nú aldrei. Þakka konu minn sérstaklega tækniaðstoð við stofnun síðunar. Kveðja Halli  
Orð í tíma töluð

ARCHIVES
10/01/2003 - 11/01/2003 /


Powered by Blogger